Tónlist

Eldheitir aðdáendur Take That á Íslandi

óttuðust um aðdáendur sína Strákabandið Take That var við upptökur hér á landi í byrjun mánaðarins og hefur lýst reynslu sinni af landinu við breska fjölmiðla.
óttuðust um aðdáendur sína Strákabandið Take That var við upptökur hér á landi í byrjun mánaðarins og hefur lýst reynslu sinni af landinu við breska fjölmiðla.

Eins og kunnugt er var breska strákabandið Take That statt hér á landi í byrjun mánaðarins við upptökur á nýju myndbandi. Take That-menn eru nýkomnir í gang eftir langt hlé og hafa meðlimir hennar nú lýst reynslu sinni af Íslandi við breska dagblaðið Daily Star.

Strákarnir héldu að Ísland yrði þakið snjó á þessum tíma árs en þeim fannst eins og þeir væru staddir á tunglinu. Einnig kemur fram að þegar sveitin var við upptökur á jarðhitasvæði, líklegast Geysissvæðinu eða hjá Krísuvík, voru aðdáendur í humátt á eftir þeim að fela sig bak við sjóðandi hveri. Strákarnir óttuðust því um líf aðdáenda sinna og ákváðu að gefa sig fram við þá og veita þeim eiginhandaráritanir. Það kom á óvart að aðdáendur okkar á Íslandi gerðu sér sérstaka ferð upp í sveit til þess eins að berja okkur augun. Það fannst okkur aðdáunarvert framtak enda tökustaðir langt frá bæjum og borgum.

Sveitin er skipuð strákunum Mark Owen, Gary Barlow, Jason Orange og Howard Donald en eins og fram hefur komið áður vildi söngvarinn Robbie Williams ekki ganga til liðs við gömlu félaga sína á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×